Garða gley-mér-ei ‘Blue Ball’

360 kr.

Vörunúmer: 93608 Flokkar: , , Merkimiði:
Share:

Myosotis sylvatica

Garða gley mér-ey ‘Blue Ball’ er þekkt og lágvaxin kantplanta sem blómstrar snemma á tímabilinu með dásamlegum himinbláum blómum með ljósri miðju. Plantan er fyrirferðalítil og með t.d. túlípönum og öðrum vorblómstrandi laukum verður til frábært snemmbúið blómabeð í yndislegum litum. Afbrigðið er auðvelt í ræktun og þrífst bæði í sól og skugga, í blómabeði eða undir runnum og trjám. Gleymmér-ei er tvíær, en vegna þess að hún sáir sér fúslega kemur hún aftur af sjálfu sér ár eftir ár. Ekki hreinsa burt litlu plönturnar á haustin. Hún er mjög yfirlætislaus og má vel rækta á flestum jarðvegi en vill helst rakan jarðveg. Fræunum má sá beint á plöntustaðinn eða sá innandyra og planta út.

Hæð 25 cm.