Karfan þín er tóm eins og er!
Handunninn Kaffisápa
1.390 kr.
Kaffisápa með vanilluilmi.
Kaffisápan inniheldur ríkulegt magn af andoxunarefnum sem hjálpa til við að vernda húðina. Rannsóknir hafa sýnt að kaffiolía hefur svipuð áhrif á húðina og hýalúronsýra sem notuð er í snyrtivörum gegn öldrun húðar sem gerir húðina stinnari. Í kaffi er einnig mikið af B-vítamínum sem hefur einstaklega góð áhrif og er vörn gegn öldrun hennar. Kaffisápan getur haft sefandi áhrif á húð eftir sólbruna og er rakagefandi en einnig hefur hún reynst vel á erfiða húð og bólur vegna sveppa- og örverueyðandi efna í kaffi. Einnig er talið að koffein í kaffi dragi úr appelsínuhúð.
Engin aukaefni svo sem paraben, silicon, súlföt eða ónáttúruleg efni eru notuð við framleiðsluna.
Innihald: Kókosolía, sólblómaolía, ólívuolía, kaffi, E524, ilmkjarnaolía.