Sumarstjarna Semi-Tall mix

350 kr.

Vörunúmer: 93106 Flokkar: , Merkimiði:
Share:

Callistephus chinensis

‘Semi-Tall mix’ er valið fyrir þá sem vilja allt í einni plöntu. Plantan er kjarrvaxin og blómin eru stór og full af litum, allt frá mjúkum til mjög sterkra. Hún fyllir vel út í bæði blómabeð og potta og þrífst best þegar hún er ræktuð á stað með fullri sól og í næringarríkum, humusríkum jarðvegi. Vökvaðu og fgefðu næringu reglulega. Blómin eru frábær afskorin blóm því þau endast lengi í vasa. Klipptu af dauð blóm svo plantan leggi orku sína í að mynda ný blóm í stað þess að mynda fræ. Plantaðu Sumarstjörnu á mismunandi stöðum á hverju ári til að forðast sveppasjúkdóma.

Forræktun: Sáið fræjum dreyft í raka sáðmold, 6-8 vikum áður en frostlaust er úti. Það er ráðlegt að hylja fræin með þunnu lagi af vermikúlíti til að halda jarðveginum rökum. Haltu fræunum rökum þar til þau hafa spírað. Fræin spíra best við 18-22°C hita. Þegar fræin hafa spírað eftir 7-10 daga þarf að setja þau á svalari  og bjartan stað til að þau verða sterk og bústin. Þegar plönturnar eru nógu stórar til að meðhöndla, er kominn tími til að endurplanta. Gróðursettu eina plöntu í hverjum potti, fyllta með pottamold. Gróðursett á sólríkum stað í humusríkum jarðvegi þegar hætta á frostnóttum er liðin. Hertu plönturnar af áður en þú plantar út. Ef plönturnar eiga að vera í potti skal velja vel frjóvgaðan jarðveg með grófri uppbyggingu. Vökvaðu reglulega með vægum skammti af fljótandi áburði í vatninu þegar plönturnar eru farnar að blómstra.