Útsala!

Allt í Blóma

6.990 kr.

Flokkar: , Merkimiði:
Share:

Falleg stofublóm gera heimilin okkar bæði vistlegri og hlýlegri. Þau veita einstaka vellíðan og gleði, bæta andann og fegra umhverfið. Sífellt stækkandi hópur blómaunnenda getur nú fagnað því að hér sé loks komin hin eina sanna biblía áhugafólks um pottaplöntur – og það frá okkar mesta ástríðumanni í blómarækt, sjálfum Hafsteini Hafliðasyni.

Hafsteinn Hafliðason er margverðlaunaður fyrir sitt ævistarf en blómarækt, garðyrkja og grasafræði hafa alla tíð verið hans ær og kýr. Hér safnar Hafsteinn saman öllum helstu tegundum pottaplantna sem hann hefur kynnst á heimilum og blómamarkaði síðastliðin fimmtíu ár og gefur ráð um það hvernig best megi sinna þeim. Bókin geymir allt sem blómaræktendur þurfa að vita.

  • Hvernig ölum við upp ólíkar plöntur?
  • Hversu mikið á að vökva?
  • Hvaða birta hentar plöntunni og hvar ætti hún að standa?
  • Hvaða mold er best að nota og hvernig er með næringuna?
  • Hvernig er ráðlagt að standa að umpottun og fjölgun?
  • Hvað heitir blessuð plantan og hvaðan kemur hún?

Öllum þessum spurningum og fjölda annarra er hér svarað og því lýst hvernig við ræktum falleg og heilbrigð stofublóm á heimilum okkar allan ársins hring.