Brúðarauga „Snowball“

360 kr.

Vörunúmer: 94006 Flokkar: , Merkimiði:
Share:

Kantlobelia ‘Snowball’  Lobelia erinus

Mest notuð sem kantplanta í blómabeð, svalakössum, kerum og pottum. Plantan hefur þéttan vöxt.  Ekki vera hissa ef einhver blóm verða blá. Þrífst best í næringarríkum, vel framræstum jarðvegi.

‘Snowball’ er frábær kostur fyrir þá sem vilja fallega hvítblómstrandi plöntu í svalakassanum, pottinum eða við brún blómabeðsins. Plönturnar eru þéttar og hafa lítið vaxtarlag. Þær verða um það bil 10 cm háar, sem þýðir að auðvelt planta með hærri blómum og fá fallega útkomu. Hvítu blómin dreifast hratt og búa til haf af blómum. Vertu samt ekki hissa ef nokkur blóm verða blá því erfitt er að fá hvítt Brúðarauga alveg hreina. Vökvaðu og bættu við næringarefnum reglulega yfir vaxtartímann og plönturnar blómstra allt sumarið og fram á haust. Gróðursett í sól eða hálfskugga í næringarríkum og vel framræstum jarðvegi. Fræin eru forræktuð í pottum og plöntunum plantað út eftir síðasta frost.

Sáið 10-12 fræjum beint í lokapottinn fylltan með 2/3 góðri mold og 1/3 sáðmold. Fræin eru ljósspírandi svo þau ættu ekki að vera þakin mold heldur helst perlíti. Hyljið pottinn með plasti og haltið röku. Setjið á bjartam stað við 20-24 gráður C. Fjarlægið plastið þegar fræin eru orðin þroskuð og setjið á bjartan og kaldari  stað. Fyrir snemm sáningu ætti að nota viðbótarlýsingu. Gróðursett út eftir síðasta frost.

Fræ fyrir 200-250 plöntur