Karfan þín er tóm eins og er!
Basilíka smáblaða ‘Balkon Star’ Harvy
360 kr.
Mjög gott yrki fyrir bæði vatnsræktun og sáðmold. Kúlulaga og með litlum grænum, arómatískum blöðum. Notuð eins og venjuleg basilíka.
Við vatnsræktun er sáð 2-3 fræjum í vatnsræktunartappa. Þegar fræin spíra þynnast minnstu plönturnar út. Til að að ná góðum árangri er best að nota ræktunarlýsingu. Basilíka getur tekið viku eða svo að spíra.
Við ræktun í mold er gott að nota mini gróðurhús og sáðmold, og helst ræktunarljós. Ekki hylja fræin, vökvið varlega vatni yfir þau. Spírun 10-20 dagar. Má planta út ef næturhitinn fer ekki niður fyrir 10 gráður á skjólsælum stað.
Byrjaðu að uppskera eftir um það bil 5 vikur og síðan í nokkra mánuði. Klíptu af stilkunum fyrir ofan laufpar en skildu alltaf eftir að minnsta kosti tvö laufapör á hverjum stilk.